Lýsing námskeiðs og skráning

Hugleiðsla einstaklingar

Samkvæmt íslenskri orðabók er hugleiðsla skilgreind sem ,,djúp kerfisbundin hugsun“. Hún er huglæg þjálfun sem hjálpar þér að komast í núið. Þannig getur þú orðið friðsælli og kærleiksríkari einstaklingur. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á það að með því að þjálfa hugann  eykur þú líkur á því að þú verðir opnari, jarðtengdari og betur til þess fallinn að takast á við þau mis auðveldu verkefni sem lífið færir þér dags daglega. Hvergi annarsstaðar kynnist þú sjálfri/sjálfum/sjálfu þér betur en í hugleiðslu og þú færð tækifæri til þess að koma auga á gömul mynstur og jafnvel sársauka sem hugleiðslan geta hjálpað þér að losna við og allt sem ekki þjónar þér, í leit þinni að meiri vellíðan.
 
Fyrir hverja: 
Fyrir alla þá sem vilja njóta þess að vera í núinu,  auka skýrleika í hugsun, ná sér í aukna orku og koma jafnvægi á tilfinningar sínar og líðan.
 

Námskaflar og tími:

  • Hugleiðslur - 10 mínútur.

Heildarlengd: 10 mínútur.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í maí!
Árs áskrift af öllum yfir 150 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Leifur Wilberg

Leifur byrjaði að stunda jóga reglulega fyrir 10 árum. Sumarið 2016 fann hann þörfina fyrir að dýpka skilning sinn og iðkun enn frekar og kláraði 200 tíma jógakennaranám við Indian Yoga and Meditation Association í Rishikesh á Indlandi. Þar lagði Leifur stund á asthanga, vinyasa, hatha, iyengar, pranayama og hugleiðslu. Einnig tók hann 10 daga vipassana hugleiðslunámskeið í Nepal og finnst gaman að tvinna þá tækni inn í jógakennsluna. Leifur hefur sótt ýmis námskeið, nú síðast hjá Julie Martin þar sem áherslan var á kennslu fyrir byrjendur í jóga.

Kristín Bára

Kristín Bára er hjúkrunarfræðingur að mennt og útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2009. Hun hef starfað við það síðustu ár á ýmsum vettvangi en sú starfsreynsla hefur nýst mér vel í lífinu. Hun útskrifaðist með kennararéttindi frá Amrit Yoga Institute undir leiðsögn Kamini Desai haustið 2019 og lauk framhaldsnámi í Yoga Nidra árið 2021. Hun hef lokið 200 tíma jógakennaranámi, námi í tónheilun hjá Saraswati Om og gongspilun hjá Arnbjörgu Kristínu. Hun hef verið í læri hjá Advait Ashram og núna stunda ég nám í Compassionate Inquiry á vegum Gabor Maté & Sat Dharam Kaur.

Salvör Davíðsdóttir

Salvör Davíðsdóttir hefur hún lagt einstaka áherslu á að vera ávallt nemandi af og á dýnunni. Með reglulegri iðkun og reynslu hefur skilningur hennar á yoga og tilgangi þess dýpkað, ásetningur hennar er að lifa eftir ákveðnum lífsgildum bæði á og af mottunni með því að hlúa jafnt að andlegri, líkamlegri og sálrænni heilsu. Hún heldur sínu innra og ytra ferðalagi áfram í gegnum kennslu og reynslu, ávallt með auðmýkt og opið hjarta að leiðarljósi. Salvör leggur áherslu á virðingu, meðvitund, djúpa hlustun og heilun í allri sinni iðkun. Hún hefur iðkað og lifað eftir heimspeki yogafræðanna í um 9 ár og unnið í Yoga Shala Reykjavík síðustu 6 árin. Ásamt því að leiða opna tíma, námskeið, viðburði og kennaranám.

Salvör er með tvenn ólík 200 tíma réttindi, 300 tíma réttindi og fjögur 50 tíma réttindi í RYT. Ásamt 150 tíma Yoga kennara réttindi frá Mystery School. Réttindi í; Ananda Marga Yoga, Hatha Yoga, Yin Yoga, Yoga Therapy, Restorative, Pranayama tækni, Yoga Nidra, áfalla heilun, stundar nám við IAYT Yoga Therapy eins og er.

Bjarney Hinriksdóttir

Bjarney Hinriksdóttir kennir jóga vegna þess að hún hefur brennandi áhuga á andlegum vexti og vellíðan og trúir sannarlega á umbreytingarkraft jóga og hugleiðslu. Hún vill að allir finni gleði í jógaiðkun sinni og læri að hlusta á sinn eigin líkama. Jóga er fyrir hana iðkun meðvitundar og leið að heilshugara lífi.

Hún hefur stundað jóga síðan 2008, Ashtanga-Vinyasa er æfingin þar sem hún tók fyrstu dúnhundana sína. Síðan þá hefur hún sótt nokkrar jóganámskeið í ýmsum stílum og stundað nám hjá mismunandi kennurum.

Löngun hennar til að byrja að deila undrum jóga leiddi hana til Ubud, Balí, þar sem hún lauk lífsbreytandi 240 stunda grunnkennaranámi með Cat Kabira – Yoga and Energetics. Nokkrum mánuðum síðar fann hún sjálfa sig aftur með Cat í Ubud, í 160 klst Advanced TT. Báðar æfingarnar viðurkenndar af Yoga Alliance.

Könnun á okkar innra rými er möguleg með jóga og hugleiðslu og hún vill hjálpa fólki að dýpka tengslin við sjálft sig og þá gleði (ást/ljós) sem við berum öll með okkur.

Hoobla - Systir Akademias