Lýsing námskeiðs og skráning

Árangur í starfi (frammistaða) - námslína

Frammistaða og árangur skiptir okkur öll máli, bæði í vinnu og einkalífi. Ef við setjum okkur markmið erum við líklegri til að ná því sem við stefnum að. 

Það er margt varðandi markmiðasetningu og frammistöðustjórnun í vinnu sem getur nýst í einkalífi, og öfugt. Einnig má segja að það hvernig okkur farnast í einkalífi hafi áhrif á frammistöðu okkar í vinnu, og öfugt, það hvernig okkur gengur og líður í vinnu hefur líka áhrif á einkalífið. 

Að þessu sögðu er ekkert eftir nema að velta fyrir okkur hvernig við getum aukið líkurnar á að á markmiðum okkar og aukið frammistöðu okkar, án þess þó að auka hjá okkur streitu. 

Námslýsing

Fyrir hverja

Alla sem vinna að verkefnum og vilja bæta skipulagið sitt og frammistöðuna

Fyrir vinnustaði

Vinnustaðir hafa kost á að fá námslínuna inn í sín kennslukerfi sem inniheldur þá upptöku á kynningu frá stjórnenda vinnustaðar, verkefni og krossaspurningar.

Nánari upplýsingar um þjónustu við vinnustaði má finna hér.

 

Leiðbeinendur

dr. Erla Björnsdóttir

Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Ímark

Helga Hrönn Óladóttir

Ólafur Örn Nielsen

Helgi Guðmundsson