Skilmálar
Skráning og greiðsla námskeiðsgjalds
MiniMBA og lengri námskeið
Við skráningu á námskeið samþykkir viðskiptavinur greiðslu á námskeiðsgjaldi og við skráningu telst kominn á skuldbindandi samningur milli aðila. Viðskiptavinir hafa 14 daga frá skráningu til að afskrá sig af námskeiði og eiga þá rétt á fullri endurgreiðslu. Afskráning þarf þó alltaf að berast a.m.k. 28 dögum áður en námskeið hefst. Tilkynna skal um forföll með tölvupósti á netafangið akademias@akademias.is
Akademias áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef lágmarksþátttaka næst ekki á námskeiðið.
Master Class námskeið:
Við skráningu á MasterClass námskeið á netinu opnast strax aðgangur að námi og fæst námskeiðsgjald því ekki endurgreitt.
Bara tala:
Við skráningu á námskeiðið samþykkir viðskiptavinur 12 mánaða áskrift af námsefninu, námskeiðið er eingöngu selt í áskrift.
Um fyrirtækið
Akademias ehf.
Kt. 530220-1410
Lög og varnarþing
Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Akademíunni i á grundvelli þessara skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Lögheimili Akademíunnar og varnarþing er í Kópavogi.