Allt nám Akademias er blandað nám (e. hybrid) svo öll námskeið eru í boði bæði í stað- og fjarnámi. Nemar geta mætt einn tímann, verið í fjarnámi annan og horft á upptökur í þeim þriðja án þess að tilkynna það. Þannig gerir Akademias nemum kleift að taka þátt eins og hentar hverju seinni.
Staðnám fer fram í rúmgóðri snjallstofu Akademias í Borgartúni 23 en þar eru sóttvarnarreglur vel virtar. Ennfremur eru grímur og hanskar í boði fyrir alla, í öllum tímum og sprittbrúsar á borðum þannig hver nemi hefur sinn brúsa.
Tæknibúnaður snjallstofunnar er einn sá fullkomnasti á Íslandi og er því fjarnám eins og það gerist best. Fjarnemar geta tekið þátt í kennslustundum í beinni, unnið verkefni og tekið þátt í umræðum með staðnemum, eins nálægt því að vera á staðnum og kostur er. Ef einhver nemi hefur ekki tók á að mæta eða taka þátt í beinni stendur jafnframt öllum til boða upptökur af hverri kennslustund að henni lokinni og þannig auðvelt að læra að tíma loknum eða fara yfir kennsluefni aftur.