Lýsing námskeiðs og skráning

Fjárfestingar með Birni Berg Gunnarssyni

Ertu tilbúinn að taka fyrstu skrefin þín í fjárfestingarheiminum? „Fjárfestingar með Birni Berg Gunnarssyni“ er hannað til að undirbúa þátttakendur fyrir árangursríkar fjárfestingar í verðbréfum. Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, mun leiða þátttakendur í gegnum mikilvæg grunnatriði sem nauðsynleg eru fyrir skynsamlegar og ábyrgar fjárfestingar.

Á námskeiðinu verður farið yfir:

  • Helstu fjárfestingarleiðir eins og hlutabréf, skuldabréf, sjóði og innlán.
  • Grunnatriði í eignastýringu, eignadreifingu og uppbyggingu eignasafna.
  • Hegðun fjárfesta og fjárfestingaákvarðanir.
  • Praktísk ráð um viðskipti með verðbréf og annað sem nauðsynlegt er til að hefja fjárfestingar.

Þetta námskeið er kjörið fyrir einstaklinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjárfestingum og þá sem vilja byggja upp öruggan grunn fyrir fjárfestingar á verðbréfamarkaði. Þátttakendur munu læra hvernig best er að nýta sér fjárfestingarkosti til að ávaxta fé sitt vel með tilliti til aðstæðna hvers og eins. Taktu fyrstu skrefin í fjárfestingum með leiðsögn frá Birni Berg.

Björn Berg Gunnarsson hefur haldið hundruð fyrirlestra og námskeiða um fjármál hjá fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og skólum.
Hann er afkastamikill greina- og pistlahöfundur í prent- og vefmiðlum og reglulegur gestur í útvarpi og sjónvarpi sem álitsgjafi og til að útskýra fjármál og efnahagsmál á einföldu og skýru máli. Hann hefur vakið athygli fyrir létta og aðgengilega framsögu og framsetningu og er eftirsóttur kennari og fyrirlesari.

Föstudags námskeið hjá Akademias eru hugsuð sem þriggja klukkustundar langir vinnustofur þar sem áherslan er lögð á afmarkað viðfangsefni undir handleiðslu sérfræðinga í því efni. Námskeiðunum lýkur alltaf með einum drykk og tækifæri til tengslamyndunar í húsakynnum Akademias.

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.

Námskeiðið er 3 klst. og lýkur með tækifæri til tengslamyndunar.

Kennsla fer fram föstudaginn 13. september frá kl. 13:00-16:00

Námsgjöld: 39.900kr.

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Björn Berg Gunnarsson