Fjarvinna með Teams
Námskeiðið fjallar um verkefni og verkefnastýringu á tímum fjarvinnu, sem hefur margaukist útaf sottlu.
Notað er fjarvinnutólið Microsoft Teams til að halda utan um alla þræði verkefnisins. Teams hefur mjög marga kosti og getur auðveldlega komið í staðinn fyrir samskiptaforrit og geymslustaði fyrir gögn.
Góður stjórnandi í fjarstýringu þarf á svona tóli að halda og kynntar eru leiðir til að viðhalda góðu sambandi samstarfsfólks í fjarvinnu.
Gefin er innsýn inn í heim 4DX aðferðafræðinnar og hvernig innleiðing á breytingum getur hreyft við vinnustaðamenningu.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Leiðir til að setja verkefni af stað með góðum grunni
- Aðferð til að koma í veg fyrir sóun á tíma og kostnaði
- Leiðir til að halda utan um alla þræði verkefnis á einum stað, samskipti, ákvarðanir, vinnugögn og fundi.
- Eitt kerfi til að vinna dagleg störf, verkefni og samskipti við samstarfsfólk
- Leiðir til að úthluta verkefni og verk
- Kynning á uppsetningu sem hentar teymum í fjarvinnu
- Möguleikar kerfisins til að halda utan um frammistöðu og endurgjöf til starfsfólks
Hagnýt atriði:
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Námskeiðið er innifalið fyrir alla fyrirtækjaviðskiptavini Nova
- Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
- Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
- Námið er í 3 hlutum og er um 1,5 klst í heildina.
- Verð 19.000 kr
- Tilboð! Kauptu fjögur MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. eða sex námskeið á 99.900 kr.
- Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
- Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
- Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is
Fyrir hverja?
Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem vilja ná betri tökum á Teams, nýta fjarvinnu sem best og ná meiri árangri.
Leiðbeinandi:
Guðný Halla Hauksdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur og er með MBA frá Háskóla Íslands. Hún vinnur við upplifun þjónustu hjá Orkuveitu Reykjavíkur og vann lengi áður í fjarskiptageiranum. Í frístundum sínum dundar hún sér á fjöllum og ver miklum tíma í faðmi fjölskyldunnar.
Leiðbeinandi
Guðný Halla Hauksdóttir