Lýsing námskeiðs og skráning

Leiðtogi í stafrænu öryggi fyrirtækja (Cyber Security)

Snemmskráningartilboð - Kóðinn vetur20 veitir 20% afslátt af námskeiðinu.

Net- og upplýsingaöryggi er að verða lykilatriði í rekstri fyrirtækja, sérstaklega vegna nýrra reglugerða á borð við NIS2 og DORA. Þessar reglugerðir setja stjórnendur og stjórnir í miðju ábyrgðar á því að tryggja vernd net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða. NIS2 og DORA leggja þunga áherslu á rekstur og uppbyggingu stjórnkerfa sem miða að því að koma í veg fyrir netárásir, lágmarka áhættu og viðhalda stöðugleika í rekstri.

Á þessu þriggja vikna námskeiði, sem skiptist í sex skipti, verður farið yfir mikilvægustu þætti NIS2 og DORA og hlutverk stjórnenda í öryggismálum. Þátttakendur fá fræðslu um uppbyggingu netöryggisstjórnkerfa, viðbrögð við netárásum og mikilvægi þjálfunar innan fyrirtækja.

Markmið námskeiðsins:

  • Auka vitund stjórnenda um kröfur NIS2 og DORA og undirbúa þau fyrir innleiðingu regluverkanna.
  • Efla hæfni stjórnenda til að greina og bregðast við öryggisbrotum og netárásum.
  • Kenna hagnýtar aðferðir til að byggja upp netöryggisstjórnkerfi sem tryggir vernd upplýsinga- og netkerfa fyrirtækja.
  • Skapa grunn fyrir ábyrga stjórnun netöryggis með verklegum æfingum og raunhæfum dæmum.

Viðfangsefni:

  • Yfirlit yfir reglugerðir NIS2 og DORA: Hvað fela þær í sér og hvaða fyrirtæki falla undir gildissvið þeirra.
  • Hlutverk stjórnenda: Ábyrgð og stjórnun net- og upplýsingaöryggis.
  • Uppbygging netöryggisstjórnkerfa: Stefnumótun, eftirlit og áætlanagerð.
  • Viðbrögð við netárásum: Greining á hættum, viðbragðsferlar og viðbragðsæfingar.
  • Fjárhagsleg og lagaleg áhrif öryggisbresta: Skyldur fyrirtækja og ábyrgð stjórnenda í kjölfar öryggisbresta.
  • Þjálfun og fræðsla: Mikilvægi öryggismenningar og hvernig á að undirbúa starfsfólk fyrir öryggismál.

Kennsla og leiðsögn í námskeiðinu er í höndum færustu sérfræðinga landsins þegar kemur að netöryggi og lagalegum skyldum tengdum þeim.

Meðal kennara, gesta og leiðbeinenda námskeiðsins eru:

  • Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður hjá Logos
  • Guðmundur Stefán Björnsson, leiðtogi innri upplýsing- tækni og öryggis hjá Sensa
  • Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu
  • Eyjólfur Guðmundsson, fyrrum rektor Háskólans á Akureyri
  • Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar Fjarskiptastofu, CERT-IS

Kennslulotur:

  1. skipti: Yfirlit yfir NIS2 og DORA
    1. Almennt yfirlit yfir reglugerðirnar og þeirra áhrif á rekstur fyrirtækja.
    2. Kynning á þeim kröfum sem þessar reglugerðir setja á stjórnendur.
    3. Samræmi við lagalegar kröfur í íslensku samhengi.
  2. skipti: Þjálfun starfsmanna og viðhaldsáætlanir
    • Hvernig koma á öryggisvitund inn í menningu fyrirtækja.
    • Þjálfunaráætlanir fyrir alla starfsmenn og mikilvægi samfelldrar fræðslu.
    • Yfirferð á nýjustu tækni og þróun á sviði netöryggis, auk langtímastefnumótunar.
  3. skipti: Uppbygging netöryggisstjórnkerfa
    • Skref til að innleiða öflugt stjórnkerfi fyrir netöryggi.
    • Hvernig tryggja má virkt eftirlit, skjölun og stöðuga endurbót á öryggisferlum.
    • Verkleg æfing: Útbúa stefnu og áætlun um innleiðingu netöryggis í fyrirtæki.
  4. skipti: Viðbrögð við netárásum og öryggisbrotum
    • Greining á raunverulegum dæmum um netárásir og hvernig fyrirtæki geta brugðist við.
    • Viðbragðsáætlanir, viðbúnaður og framkvæmd neyðaráætlana.
    • Verkleg æfing: Viðbragðshermir fyrir stjórnendur – æfing í að bregðast við öryggisbresti í rauntíma.
  5. skipti: Fjárhagsleg og lagaleg áhrif netöryggisbresta
    • Áhrif netárása á fjárhag, orðspor og samkeppnishæfni fyrirtækja.
    • Skyldur stjórnenda samkvæmt lögum og reglum um tilkynningarskyldu og samræmi.
    • Rannsóknir á þekktum málum og áhersla á ábyrgð stjórnenda.
  6. skipti: Ábyrgð stjórnenda í netöryggismálum
    • Hlutverk stjórnenda í að byggja upp netöryggisstefnu og fylgja henni eftir.
    • Áhersla á stjórnskipulag, ferla og ábyrgðarskipulag innan fyrirtækja.
    • Greining á helstu öryggisógnunum sem fyrirtæki standa frammi fyrir.

 

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið hefst 18. nóvember og er kennt á mánudögum 13:00 – 16:00 og þriðjudögum 9:00 – 12:00 í þrjár vikur.

Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námskeiðið er  18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.

Námsmat: Einstaklingsverkefni.

Námskeiðagjald: 269.000 

Fyrir nánari upplýsingar um námskeiðið hafið samband við Þórarinn Hjálmarsson hjá Akademias.

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinendur

Áslaug Björgvinsdóttir

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Guðmundur Arnar Sigmundsson

Guðmundur Stefán Björnsson

Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir

Þórarinn Hjálmarsson