MarkþjálfunarSprettur með Evu Karen
Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu aðferðafræði coaching og hvernig nýta megi það í daglegu starfi stjórnenda. Eftir námskeiðið hafa stjórnendur fengið tól í hendurnar til að nýta strax með sínu starfsfólki.
Námskeiðið skiptist í fjóra hluta:
- Sjálfsþekking - þá er skoðað hversu miklu máli skiptir að skoða sjálfan sig sem stjórnanda aður en við förum að vinna með aðra.
- Samskipti - Þá skoðum við hvernig eflum við til góðra samskipta, hver er tæknin og hvernig höldum við þeim.
- Motivation / drifkraftur – Þá skoðum við hvernig getum við stuðlað að því að fólkið okkar hafi gaman af því að starfa hjá okkur og sé tilbúið að leggja sinn tíma og metnað í okkar vinnustað.
- Aðgerðir - Þá skoðum við hvernig getum við stuðlað að því að verkefnin skili sér og drifkrafturinn haldist út verkið hjá okkar fólki.
Öll viljum við hafa starfsfólk sem sýnir sjálfstæði og frumkvæði í starfi, hefur orku og gleðina í fyrirrumi en þeir hlutir gerast ekki af sjálfum sér. En það hefur löngum synt sig að þeir sem hafa einna mest áhrif á að vel takist að efla teymið eru stjórnendur. Því skiptir gríðalega miklu máli að stjórnendur tileinki sér réttu tæknina og hafa alltaf áhuga á að efla sig og bæta við sig þekkingu í mannlegri hæfni.
Fyrirlesari námskeiðsins er Eva Karen Þórðardóttir en Eva hefur fjölbreyttan bakgrunn bæði sem fyrirlesari, þjálfari og i starfi. En Eva Karen er með ACC vottun sem stjórnendamarkþjálfi, með mastersnám í Forystu og stjórnun og MBA nám frá háskólanum í Reykjavík. Einnig hefur Eva starfað sem þjálfari í heilsurækt og dansi til margra ára. Eva hefur mikla ástríðu fyrir hvernig við náum því besta út úr fólki, hvernig við náum að kveikja í drifkraftinum og efla fólkið i kringum okkur til að skila frábærum árangri.
Eva Karen er eigandi og ráðgjafi hjá Effect ehf en hefur einnig starfað sem fræðslustjóri Símans og starfar nú sem framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans.
Hagnýt atriði:
- Sumarsprettir eru tveggja daga námskeið sem eru 6 klst í heildina
- Námskeiðið er kennt 18. ágúst 2022 klukkan 13:00-16:00 og 19. ágúst klukkan 09:00-12:00
- Verð 95.000 kr. Tilboð í dag 30% afsláttur með kóðanum Sumar30
- Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, ef keypt eru fleiri sæti. Hafið samband við gudmundur@akademias.is fyrir nánari upplýsingar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
- Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
- Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað akademias@akademias.is
Leiðbeinandi
Eva Karen Þórðardóttir, stofnandi og eigandi Effect