Millistjórnendur - námslína
Það að taka að sér að vera millistjórnandi á vinnustað getur í senn verið bæði eitt það flóknasta en líka eitt það skemmtilegasta og mest gefandi sem þú gerir.
Millistjórnendur eru nokkurs konar millistykki á milli stefnu og framtíðarsýnar og þess sem gerist í daglegum störfum og því ekki óalgengt að millistjórnendur upplifi sig oft á milli steins og sleggju, því það eru svo mörg sjónarmið sem þarf að samræma eða finna leiðir til að láta fara saman.
Ekki hjálpar það heldur til hvað margir millistjórnendur eru önnum kafnir við dagleg verkefni en með þessari námslínu vonumst við til að skerpa á áhuga millistjórnenda til að passa vel upp á þetta hlutverk, setja góðan tíma í það og sjá hvað hægt er að auka mikið árangur heildarinnar með því - auk þess sem millistjórnenda-hlutverkið verður skemmtilegra þegar tekinn er tími til að sinna því vel.
Námslýsing
- Leiðtoginn og stjórnunarstílar - dr. Eyþór Ívar Jónsson
- Stjórnun lykilverkefna og markmiðasetning með OKR - Ólafur Örn Nielsen
- Aðferðafræði coaching fyrir stjórnendur - Eva Karen Þórðardóttir
- Samskipti og samræður - dr. Eyþór Ívar Jónsson
- Að takast á við ágreining - Helgi Guðmundsson
Fyrir hverja
Stjórnendur og millistjórnendur.
Fyrir vinnustaði
Vinnustaðir hafa kost á að fá námslínuna inn í sín kennslukerfi sem inniheldur þá upptöku á kynningu frá stjórnenda vinnustaðar, verkefni og krossaspurningar.
Nánari upplýsingar um þjónustu við vinnustaði má finna hér.
Leiðbeinendur
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Ólafur Örn Nielsen
Helgi Guðmundsson