Millistjórnendur námslína - Framhald
Millistjórnendur eru í þeirri stöðu að vera einhvers konar millistykki á milli stefnu og efra stjórnunarlags og svo hins almenna starfsmanns. Hlutverk millistjórnenda er því sérlega mikilvægt.
Til að hlutverkið nýtist sem best, og til að hámarka árangur og ánægju er mikilvægt að millistjórnendur leggi sig fram við að skilja annars vegar hegðun einstaklinga og hins vegar samspil einstaklinga í teymum.
Það mæðir oft ansi mikið á millistjórnendum og margt sem þeir þurfa að leysa og bregðast. Í mörgum flóknari málum, eins og til dæmis eineltismálum, getur svo þurft að leita til ytri sérfræðinga eftir aðstoð en það breytir því ekki að mikilvægt er að þekkja og skilja slík mál.
Það er von okkar að þessi námslína geti hjálpað til við að auka skilning á fyrrnefndum atriðum.
Námslýsing
- Tilfinningagreind og hluttekning - dr. Eyþór Ívar Jónsson
- Meðvikni á vinnustað - Valdimar Þór Svavarsson
- Fordómar á vinnustaðnum - Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
- Einelti á vinnustað - Minningarsjóður Dr. Brynju Bragadóttur og Landsvirkjun
Fyrir hverja
Stjórnendur og millistjórnendur.
Fyrir vinnustaði
Vinnustaðir hafa kost á að fá StjórnendaSprettinn inn í sín kennslukerfi sem inniheldur þá upptöku á kynningu frá stjórnenda vinnustaðar, verkefni og krossaspurningar.
Nánari upplýsingar um þjónustu við vinnustaði má finna hér.
Leiðbeinendur
Dr. Eyþór Ívar Jónsson
Valdimar Þór Svavarsson
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad
Dr. Brynja Bragadóttur