Lýsing námskeiðs og skráning

Náðu árangri með HEROic

Óvissa og áskoranir eru órjúfanlegur hluti af lífinu, en hvernig við tökumst á við þær hefur úrslitaáhrif á heilsu okkar og árangur. Á þessu námskeiði mun Krumma Jónsdóttir kynna HEROic nálgunina, sem býður upp á nýja sýn á hvernig megi snúa mótlæti í tækifæri, án þess að fórna vellíðan.

HEROic módelið sameinar tvö áhrifamikil kenningarlíkön: Ferð hetjunnar eftir Joseph Campbell og sálrænan höfuðstól Fred Luthans. Í sameiningu mynda þau öfluga leið til að takast á við óvissu og áskoranir á uppbyggilegan hátt. Með því að tileinka þér HEROic nálgunina færð þú verkfæri til að auka von, sjálfstraust, seiglu, bjartsýni, hugrekki og áhrif – án þess að fórna andlegri eða líkamlegri heilsu.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Grunnhugmyndir HEROic módelsins: Vísindalegur bakgrunnur vonar, sjálfstrausts, seiglu, bjartsýni, hugrekkis og áhrifa.
  • Að breyta óvissu í tækifæri: Hagnýt ráð og aðferðir til að nýta HEROic módelið til að sjá ný tækifæri í erfiðum aðstæðum.
  • Sjálfsmeðvitund og sjálfsstjórn: Aðferðir til að efla persónulega og félagslega meðvitund og styrkja leiðtogahæfni.
  • Daglegar æfingar: Verkfæri og tækni sem hjálpa þér að ná árangri án þess að fórna vellíðan þinni.

Þetta námskeið hentar öllum, hvort sem þú ert stjórnandi, leiðtogi eða einstaklingur sem vill bæta líf sitt og árangur. Með HEROic nálguninni verður þú betur í stakk búin(n) til að mæta áskorunum, bæði í einkalífi og starfi, með styrk og seiglu.

Leiðbeinandi: Krumma Jónsdóttir, stofnandi Positive Performances, sérfræðingur í árangursráðgjöf og stjórnendaþróun með áherslu á hagnýta jákvæða sálfræði og coaching sálfræði.

Föstudags námskeið hjá Akademias eru hugsuð sem þriggja klukkustundar langar vinnustofur þar sem áherslan er lögð á afmarkað viðfangsefni undir handleiðslu sérfræðinga í því efni. Námskeiðunum lýkur alltaf með einum drykk og tækifæri til tengslamyndunar í húsakynnum Akademias.

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.

Námskeiðið er 3 klst. og lýkur með tækifæri til tengslamyndunar.

Kennsla fer fram föstudaginn 22.nóvember frá kl. 13:00-16:00

Námsgjöld: 39.900kr.

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

 

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Krumma Jónsdóttir