Lýsing námskeiðs og skráning

Sérfræðingur í Klaviyo

Markaðs- og gagnavettvangur

Mörg af fremstu vefverslunarfyrirtækum heimsins notast við Klaviyo í sínu markaðsstarfi og ef markmiðið hjá þér og fyrirtækinu þínu er að ná 30-40% af heildarveltu vefsins þíns í gegnum sjálfvirkni og tölvupóstmarkaðssetningu þá ertu komin á rétta staðinn.

Námskeiðið er einnig frábær undirbúningur fyrir stærsta sölutímabil ársins hjá vefverslunum (Singles day, Black Friday, Cyber Monday).

Tölvupóstmarkaðssetning hefur reynst ein af árangursríkustu leiðunum til að ná til markhópa og viðhalda sterkum tengslum við viðskiptavini. Með réttum aðferðum er hægt að auka endurtekin viðskipti, auka líftímavirði þeirra og auka með því tekjur fyrirtækja. Í heimi þar sem eigin miðlar (owned media) verða sífellt mikilvægari, gefur tölvupóstmarkaðssetning og sjálfvirkni, fyrirtækjum beinan aðgang að viðskiptavinum sínum og kauphegðun þeirra. Það finnast varla miðlar sem skila jafn mikilli endurheimtingu frá fjárfestingu á borð við Klaviyo. Fyrir hverja 150 kr. sem fyrirtæki fjárfesta í tölvupóstmarkaðssetningu geta þau búist við 4.800kr til baka.

Sérfræðingur í Klaviyo er yfirgripsmikið námskeið sem miðar að því að þjálfa þátttakendur í  að nýta Klaviyo, eins vinsælasta markaðssetningarkerfi í heimi. Klaviyo er öflugt verkfæri sem hjálpar fyrirtækjum að auka sölu og bæta samskipti við viðskiptavini sína með markvissum tölvupóstsherferðum og sjálfvirkni.

Á þessu námskeiði munu þátttakendur læra að nýta alla möguleika Klaviyo til að búa til áhrifaríkar og persónulegar tölvupóstsherferðir sem ná til réttra viðskiptavina á réttum tíma. Með því að nýta sjálfvirkni og greiningartól Klaviyo munu þátttakendur læra að hámarka skilvirkni og árangur markaðsherferða sinna. Þetta námskeið hentar sérstaklega vel fyrir markaðssérfræðinga, vefverslunarstjóra, vefstjóra, fyrirtækjaeigendur og alla þá sem vilja dýpka þekkingu sína á tölvupóstmarkaðssetningu og nýta Klaviyo til fulls.

Námskeiðið er tvískipt, í fyrri hluta er farið í grunnatriði Klaviyo eins og uppsetning og yfirfærsla úr öðrum tölvupóstkerfum ásamt grunnatriðum í kerfinum. Í seinni hluta er farið enn ítarlegar í kerfið og alla þá möguleika sem kerfið býður upp á.

Áhugasamir geta keypt sig inn á seinni hluta námskeiðsins og geta sent póst á thorarinn@akademias.is fyrir frekari upplýsingar.

Markmið

  • Að veita þátttakendum djúpa innsýn í alla möguleika Klaviyo.
  • Að kenna þátttakendum að búa til áhrifaríkar og persónulegar tölvupóstsherferðir.
  • Að þjálfa þátttakendur í að nýta sjálfvirkni og greiningartæki Klaviyo til að auka skilvirkni markaðssetningar.
  • Að hjálpa þátttakendum að þróa stefnu sem hámarka árangur í notkun markaðplatforma

Viðfangsefni

  • Kynning á Klaviyo: Uppsetning á grunnstillingum
  • Vefverslunarkerfi: Tenging við helstu kerfi á borð við Shopify, Woocommerce og Magento
  • Yfirfærsla úr öðrum kerfum á borð við Mailchimp, Omnisend o.s.fr.
  • Sendandaorðspor: Upphitun og uppsetning á “Dedicated Sending Domain”
  • Undirbúningur tölvupóstsherferða: Hönnun, innihald og persónuleg aðlögun
  • Sjálfvirkni: Uppsetning og notkun á flæðum til að skapa sjálfvirkar herferðir
  • Markhópar: Hvernig á að skipta upp viðskiptavinum fyrir markviss samskipti
  • Greining og mælingar: Notkun Klaviyo greiningartóla til að fylgjast með árangri
  • Almenn góð ráð í tölvupóstmarkaðssetningu, vefverslun og stafrænni markaðssetningu

Námskeiðinu lýkur á að nemendur fara í gegnum Klaviyo Product Certificate og hljóta þá viðurkenningu frá Klaviyo um þekkingu sína.

Kennari

Einar Thor er alþjóðlegur sölu-og markaðsfræðingur með bakgrunn frá vefverslunar- og auglýsingastofum ásamt reynslu frá markaðs- og þróunardeildum fyrirtækja á borð við Festi, Krónuna og Elko.

Einar Thor er einn af stofnendum og fyrrum framkvæmdarstjóri vefverslunarfyrirtækisins Koikoi, og nú framkvæmdarstjóri Phygital, sem sérhæfir sig í lausnum fyrir vefverslanir.

Einar Thor hefur reynslu á á uppsetningu á markaðsplatformum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og má þar nefna, Bláa Lónið, Blush, Omnom, Heimkaup, Nettó, Mottumars og Bleiku slaufunar til að nefna örfá dæmi en Einar kennir einnig í stafrænum markaðssérfræðing hjá Akademias. 

Meðal gesta á námskeiðið eru:

  • Árni Reynir Alfreðsson forstöðumaður markaðsmála og fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu

Hagnýtar upplýsingar

  • Námskeiðið hefst þriðjudaginn 1.október 2024
  • Kennt verður á þriðjudögum kl. 16:30-19:30 og miðvikudögum frá klukkan 16:30-19:30 í 3 vikur.
  • Námið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.
  • Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
  • Verð: 269.000kr.
  • Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum asdis@akademias.is

Allar nánari upplýsingar um námið gefur Þórarinn Hjálmarsson, thorarinn@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Einar Þór Garðarsson