Lýsing námskeiðs og skráning

Vöxtur og verðmætasköpun

Leiðtoginn - Vöxtur og verðmætasköpun er þriggja vikna námskeið sem veitir þátttakendum tæki og tækni til að skala upp fyrirtæki. Námskeiðið samþættir kenningar og hagnýt raundæmi til að efla skilning á lykilatriðum í vaxtarferli og verðmætasköpun fyrirtækja. Markmið námskeiðsins er að gera nemendum kleift að hanna og skipuleggja vaxtarferli fyrirtækja og útfæra vaxtarstefnu og -kanvas. Skoðaðar verða aðferðir í skala fyrirtæki upp með mismunandi hraða og áhættu, allt frá klassískum auðlindavexti til Blitzscaling einhyrninganna.

Helstu þættir námskeiðsins innihalda:

  • Vaxtarfyrirtæki: Hver er munur á fyrirtækjum sem geta vaxið og skalað starfsemi sína upp og öðrum fyrirtækjum
  • Vaxtarferli: Vöxtur ólíkra fyrirtækja skoðaður og metinn út frá kenningum um vaxtarferli fyrirtækja
  • Vaxtarstefna: Stefnumótun sem miðar að því að skala upp starfsemi fyrirtækis
  • Vaxtarkanvas: Verkfæri til að búa til og framkvæma vaxtarstefnu.
  • Leiðtogi vaxtar: Að byggja upp og þróa leiðtogahæfni til að stýra vaxtarferlinu.

Kennsluaðferðir:

Námskeiðið blandar saman fyrirlestrum, umræðum, hópverkefnum og raunhæfum dæmum til að tryggja að þátttakendur öðlist bæði þekkingu og færni sem nýtist í starfi. Einnig verður boðið upp á gestafyrirlestra frá reyndum leiðtogum og sérfræðingum til að gefa innsýn í raunverulegar aðstæður og áskoranir í vaxtarferli fyrirtækja.

Markmið:

Að loknu námskeiðinu munu þátttakendur hafa öðlast nauðsynlega þekkingu og færni til að hefja eða leiða vaxtarferli fyrirtækja. Þeir munu vera færir um að beita viðeigandi tækjum og aðferðum í skala upp fyrirtæki og auka verðmætasköpun.

Umsjón:

Umsjónarmaður er Dr. Eyþór Ívar Jónsson, einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna sem hefur verið leiðandi í MBA náminu í Copenhagen Business School í fimmtán ár og kennt MBA við fjölda háskóla ásamt því sem hann er Vice President fyrir European Academy of Management sem er samstarfsvettvangur 50 háskóla. Eyþór hefur búið til fjölda vaxtarhraðla fyrir fyrirtæki á mismunandi stigum vaxtarferilsins. Growth-Train vaxtarhraðallinn í Danmörku sem Eyþór stofnaði árið 2017 og var einn fyrsti hraðallinn í Evrópu sem lagði áherslu á vaxtarfyrirtæki og vaxtarferli fyrirtækja.

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR:

Námið er í boði sem staðnám, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.

Námið er 18 klst., 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.

Námskeiðið hefst 22. október 2024. Kennt á þriðjudögum kl. 13:00-16:00 og miðvikudögum kl. 9:00-12:00 í þrjár vikur eða til 6. nóvember.

Námsmat: Einstaklingsverkefni og hópverkefn.

Námsgjöld: 269.000 kr.

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson