Að setja fólki mörk
Útgáfudagur: 12/04/24
Síðast uppfært: 17/10/24
Okkar daglega líf felur oftast í sér að vera í kringum annað fólk, hvort sem það er á vinnustað, í námi, á meðal fjölskyldu og vina eða einfaldlega ókunnugra í ýmsum aðstæðum. Í öllum tilvikum þar sem við erum að umgangast annað fólk, hvort sem við eigum í beinum samskiptum við það eða ekki, þá reynir á mörkin okkar. Sumir eru með skýr mörk á meðan aðrir eru markalausir. Sumir virða mörk annarra á meðan aðrir gera það ekki.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
þekki lykilatriði í tengslum við mörk, á hvaða sviðum þau birtast og hvernig við setjum þau
skilji að það að setja sér heilbrigð mörk hefur mjög jákvæð áhrif á sjálfstraust, öryggi og innri frið í umgengni við annað fólk
kynni sér mörk og markaleysi á gagnlegan og hnitmiðaðan hátt
þekki þrjár mismunandi tegundir marka og hvernig markaleysi getur haft áhrif á þessa þætti ásamt leiðum í tengslum við að setja skýr og heilbrigð mörk
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum og sérstaklega þeim sem vilja styrkja eiginleika sína til að setja öðrum skýr og heilbrigð mörk, hvort sem er í vinnu eða einkalífi.