Árangursdrifin markmiðasetning með OKR
Útgáfudagur: 04/07/24
Síðast uppfært: 17/10/24
Á námskeiðinu er farið ofan í aðferðafræði OKR eða "Objectives & Key Results" sem hefur hjálpað fyrirtækjum á borð við Google, Amazon og Spotify að framkvæma stefnu með skýrum, sýnilegum og mælanlegum hætti.
Aðferðafræðin nýtur sívaxandi vinsælda og hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
Geti sett sér árangursdrifin markmið, skilji út á hvað OKR hugmyndafræðin gengur út á, geti notað þau verkfæri sem verða gefin til að stilla saman strengi og geti nýtt þær aðferðir sem er fjallað um til að mæla hvort áfangastað er náð eða ekki
Geti nýtt sér áþreifanlegar og mælanlegar niðurstöður til betri árangurs
Fái innsýn í verklag vinnustofu þegar unnið er með árangursdrifna markmiðasetningu
Fyrir hverja?
Stjórnendur og starfsmenn sem vilja læra að skerpa fókus í sínum fyrirtækjum með því að setja skýr og mælanleg markmið.