Breytingastjórnun - skref Kotters
Útgáfudagur: 12/09/23
Síðast uppfært: 17/10/24
Á námskeiðinu er fjallað um hugtakið breytingastjórnun og myndlíkinguna um glóandi hraunjaðarinn. Farið er í gegnum skref Johns P. Kotters og fjallað er um átak til árangurs.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
- Skilji hvað hugtakið breytingastjórnun felur í sér og hvernig það getur stutt við vænlegri árangur
- Fái góða innsýn inn í þau átta skref sem Kotter setti fram sem innihalda m.a. að skynja breytingaþörf, að búa til bandalag starfsmanna til breytinga, að hafa framtíðarsýn, að miðla breytingarsýninni til annarra, valdeflingu starfsfólks og að fagna smásigrum
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir stjórnendur og alla þá sem koma að breytingastjórnun innan skipulagsheilda.