Children and families (for immigrants)
Útgáfudagur: 13/03/23
Síðast uppfært: 17/10/24
Námskeiðið er hugsað fyrir erlenda einstaklinga og fjölskyldur þeirra sem flytjast til Íslands, tímabundið eða til langs tíma, og vilja kynna sér allt það helsta sem huga þarf að þegar börn og fjölskyldur þeirra setjast að í íslensku samfélagi.
Á námskeiðinu er fjallað um mismunandi fjölskylduform, allt frá því að vera barn sem fæðist inn í fjölskyldu sína á Íslandi og þau atriði sem helst þarf að hafa í huga við fæðingu barns og allt til þess að vera aldraður einstaklingur búsettur á Íslandi. Einnig er fjallað um barnauppeldi og barnavernd á Íslandi, mismunandi sambúðarform, jafnrétti og jöfn tækifæri þegar einstaklingur eða fjölskylda ákveður að setjast að í íslensku samfélagi.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir erlenda einstaklinga og fjölskyldur sem flytjast til Íslands, eru að feta sín fyrstu skref í íslensku samfélagi og vilja kynna sér það helsta sem hafa ber í huga þegar börn og fjölskyldur setjast að á Íslandi.