Democracy and welfare society (for immigrants)

Útgáfudagur: 13/03/23
Síðast uppfært: 17/10/24

Námskeiðið er hugsað fyrir erlenda einstaklinga eða fjölskyldur sem hafa sest að í íslensku samfélagi og vilja kynna sér það helsta sem tengist lýðræði og velferðarsamfélagi á Íslandi.
 
Fjallað er um réttindi og frelsi í lýðræðisríki, hvað þýðir þetta fyrir þá samfélagsþegna sem búa á Íslandi. Einnig er fjallað um sáttmála Sameinuðu þjóðanna, fjölmiðla og hlutverk þeirra, jafnrétti, málfrelsi og lagavernd.
 
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir erlenda ríkisborgara sem setjast að á Íslandi, tímabundið eða til langs tíma, og vilja kynna sér það helsta sem tengist lýðræði og velferðarsamfélagi á Íslandi.