Education & skills (for immigrants)
Útgáfudagur: 13/03/23
Síðast uppfært: 20/09/24
Námskeiðið er hugsað fyrir erlenda einstaklinga sem flytjast til Íslands til skemmri eða lengri tíma og vilja kynna sér það helsta sem tengist menntun og hæfni í íslensku samfélagi.
Í námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í íslenskt skólakerfi og hvað það hefur upp á að bjóða. Farið er yfir öll skólastig íslensks samfélags og hlutverk þeirra. Farið er yfir rafræna kerfið Mentor sem heldur utan um það helsta sem tengist skólagöngu barna, til dæmis mætingu, fjarvistir og frammistöðu nemenda. Einnig er fjallað um mikilvægi móðurmáls hvers barns, samvinnu heimilis og skóla, hvað heyrir undir félagslíf barna ásamt því að fara yfir hvað það þýðir að vera erlendur stúdent í íslensku samfélagi.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir erlenda ríkisborgara sem setjast að á Íslandi og vilja kynna sér mikilvæg atriði sem tengjast íslenskri menntun og hæfni.