Fiskur! Jákvæð vinnustaðamenning

Útgáfudagur: 08/04/24
Síðast uppfært: 18/03/25

Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði bókarinnar Fiskur! eða Fish! sem notið hefur gríðarlegra vinsælda úti um allan heim. Hér tekst höfundi afar vel að draga fram það besta í henni.

 

Markmið námskeiðsins er að nemandi

  • Kynni sér sögu fisksalanna í Seattle og hvernig þeirra hugmyndafræði hefur haft jákvæð áhrif á vinnustaði og menningu til hins betra, hvað þeir gerðu til þess að líða betur í vinnunni og hvernig hægt var að auka afköstin til muna
  • Sjái samhengið á milli þess ef vinnustaðurinn er fullur af lífi, gleði, orku, virðingu og samhug þá verður lífið miklu betra, viðskiptavinurinn/samstarfsmenn fá miklu betri samskipti og upplifun
  • Kynni sér reglurnar fjórar sem gera allt betra á vinnustaðnum og ýtir undir jákvæða vinnustaðamenningu
  • Sjái mikilvægi þess hvernig skemmtun, sköpunargleði og traust tengjast á góðum vinnustað
     
Fyrir hverja?
Höfðar til allra þeirra sem vilja kveikja neista að vinnugleði og ánægju á vinnustað, bæta starfsárangur og samskipti. Boðskapur Fisksins! Höfðar til allra starfs- og iðngreina sem og almenning almennt sem vilja gleði jafnt í vinnu sem og einkalífi.