Fjarvinna með Microsoft 365
Útgáfudagur: 08/02/23
Síðast uppfært: 20/09/24
Á þessu námskeiði er skoðað hvaða forrit innan Microsoft 365 henta í fjarvinnu. Við skoðum hvaða forrit henta í samvinnu, samskipti og fleira. Við skilgreinum hvaða forrit á að nota í hvað og hvernig þau eru hugsuð af Microsoft.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
öðlist góða innsýn í Microsoft 365 appið, geti nýtt sér forrit til samskipta eins og t.d. Teams á góðan hátt
kunni að halda fundi og skipuleggja inni í Teams og hvernig samvinnu er best háttað
þekki vel hvernig á að vista skjöl, þekki OneDrive, SharePoint og skjöl inni í Teams
geti deilt skjölum og fá innsýn í forritið Planner og hvernig það getur virkað í starfi
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir notendur Microsoft 365 sem vilja vera öruggari í að nota fjarvinnutól Microsoft 365.
Byrjendum í Microsoft 365 er bent á að kynna sér námskeiðin um OneDrive, SharePoint, Teams og Planner.
Námskeiðið er fyrir notendur Microsoft 365 sem vilja vera öruggari í að nota fjarvinnutól Microsoft 365.
Byrjendum í Microsoft 365 er bent á að kynna sér námskeiðin um OneDrive, SharePoint, Teams og Planner.