History geography & way of living (for immigrants)
Útgáfudagur: 13/03/23
Síðast uppfært: 17/10/24
Námskeiðið er hugsað fyrir erlenda einstaklinga og fjölskyldur sem setjast að á Íslandi og vilja fá innsýn í það helsta sem tengist sögu, landafræði og lífsstíl íslensks samfélags.
Í námskeiðinu er farið yfir landnám og sögu Íslands og fjallað um Alþingi Íslendinga, kosningarétt og hlutverk og starf forseta Íslands. Einnig er farið yfir landafræði Íslands, fjallað um helstu hefðir og hátíðir íslensks samfélags ásamt mikilvægi þess að þekkja til helstu lögbundinna frídaga þátttakenda í íslensku samfélagi.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir erlenda ríkisborgara sem setjast að á Íslandi og vilja kynna sér það helsta sem viðkemur sögu, landafræði og lífsstíl íslensks samfélags.