Hraðlestur á vinnustað

Útgáfudagur: 03/02/23
Síðast uppfært: 17/10/24

12 lyklar að markvissari lestri á vinnustað.

Geta allir lesið hraðar en þeir gera í dag? Væri það að hjálpa þér að þurfa bara 1/3 eða 1/6 af tímanum sem þú setur í lestur í dag – og þannig hafa meiri tíma í önnur verk eða til að lesa enn meira? Hvernig ýtir þú undir betri einbeitingu, athygli, eftirtekt og lesskilning í starfstengdu lesefni? Hvernig getur þú einfaldað þér að komast yfir mikið lesefni í kröfuhörðu starfi eða námi? Hvernig nærðu að tileinka þér að lesa 2-3 bækur í hverri viku? Hvað þarf að hafa í huga við rafrænan lestur á lesbrettum, spjaldtölvum og símum?

Á þessu námskeiði verður öllum þessum spurningum svarað og farið í helstu grunnatriðin í því að bæta lestrarfærni, auka lestrarhraða og auðvelda þér að tileinka þér mikið magn upplýsinga í þínu daglega lífi. Þú færð aðgang að einfaldri hraðlestraræfingu sem þú getur notað til að tileinka þér aukinn hraða og betri lestrarfærni.

 

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir hvern þann sem vill bæta lestrarfærni og nýta betur þann tíma sem hann setur í lestur á hverjum degi. Hentar sérstaklega vel þeim sem þurfa að lesa mikið á vinnustað eða í námi – og/eða þeim sem gera sér grein fyrir að aukinn lestur hjálpi þeim í að halda við og skerpa á kunnáttu og þekkingu sinni til að nýta betur tækifæri framtíðarinnar.