Hvað liggur á bakvið erfiða hegðun

Útgáfudagur: 20/01/25
Síðast uppfært: 21/01/25

Á námskeiðinu skoðum við hugtakið hegðun með nýjum gleraugum, í takt við þá hugarfarsbreytingu sem á sér stað í heiminum í dag. Sú breyting er tilkomin með aukinni þekkingu á taugakerfinu og heilaþroska barna. Við svörum spurningum eins og; Hvað gerist innra með börnum sem eiga erfitt og hverjir eru áhrifavaldarnir á taugakerfi í uppnámi? Með þeirri þekkingu er auðveldara að svara algengustu spurningunni; hvernig get ég aðstoðað svo að sjálfsmynd barnsins styrkist?

 

 

Fyrir hverja?

Alla þá sem láta sér velferð barna varða og eru áhugsamir um hvernig eigi að aðstoða barn sem ekki líður vel.