Hvernig flokkum við úrgang
Útgáfudagur: 14/03/25
Síðast uppfært: 20/03/25
Um hvað er námskeiðið?
Ný lög í úrgangsmálum tóku gildi 1. jan 2023 kölluð Hringrásarlögin. Markmiðið með þeim er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu með aukinni eftirvinnslu og annarri endurnýtingu úrgangs og draga úr urðun.
Öll heimili og fyrirtæki þurfa nú að flokka úrgang að lágmarki í sjö flokka. Pappír, plast, matarleifar, blandaðan úrgang, gler, málm og textíl. Í kynningunni er farið yfir þessar flokkunarleiðbeiningar á skýran og nytsamlegan hátt.
Fyrir hverja?
Öll fyrirtæki, lítil sem smá og heimili landsins til upplýsingar um hvernig styðja megi við rétta flokkun úrgangs samkvæmt nýjum Hringrásarlögum.