Kortlagning á ferðalagi viðskiptavinar
Útgáfudagur: 26/11/24
Síðast uppfært: 19/03/25
Customer journey mapping er ferli sem fyrirtæki nota til að skilja og bæta upplifun viðskiptavina sinna. Það felur í sér að kortleggja alla snertipunkta sem viðskiptavinur hefur við fyrirtækið, frá fyrstu samskiptum til loka kaupferlisins og jafnvel eftir það. Með því að greina þessa snertipunkta geta fyrirtæki betur skilið þarfir og væntingar viðskiptavina og fundið leiðir til að bæta þjónustuna.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi:
geti enn frekar sett sig í spor viðskiptavinarins og skilið þarfir hans enn frekar í að gera þjónusutuupplifun hans góða
skilji mikilvægi þess að veita ofurþjónustu
læri að nýta þetta tól sem CJM er í starfi og þjónustu við viðskiptavini
Fyrir hverja?
Customer journey mapping er gagnlegt fyrir öll fyrirtæki sem vilja bæta upplifun viðskiptavina sinna, hvort sem þau eru lítil eða stór, í þjónustugeiranum eða framleiðslugeiranum. Það getur hjálpað til við að auka ánægju viðskiptavina, bæta vörur og þjónustu, og að lokum auka tekjur fyrirtækisins