Lífeyrisréttindi á mannamáli

Útgáfudagur: 08/04/24
Síðast uppfært: 25/09/24

Lífeyrismálin virka oft flókin og of oft bíðum við fram á síðustu stundu með að kynna okkur réttindi okkar hjá lífeyrissjóðunum. Hér fer sérfræðingur yfir hlutverk lífeyrissjóða annars vegar og hlutverk almannatrygginga hins vegar, starfsemi lífeyrissjóða og lífeyrisréttindi almennt. Farið er yfir ýmsar algengar spurningar sem vakna hjá fólki þegar það fer að kynna sér þennan mikilvæga málaflokk eins og t.d. Hvaða tekjur hef ég þegar ég hætti að vinna? Hvar finn ég upplýsingar um lífeyrinn minn? Hvaða valkosti hef ég? Hvernig er ég tryggð/ur ef ég verð fyrir alvarlegum veikindum eða slysi? og fleira mjög gagnlegt sem tengist lífeyrisréttindum. Allt þetta og meira til er útskýrt á góðu máli, þetta þarf ekki að vera flókið.
 
Fyrir hverja?
Alla þá sem vilja þekkja lífeyrisréttindin sín og geta skoðað þau reglulega, sett sér markmið og fylgst með því sem einstaklingarnir hafa áunnið sér.