Líkamleg heilsa með Indíönu Nönnu Jóhannsdóttur
Útgáfudagur: 10/10/22
Síðast uppfært: 20/09/24
Indíana Nanna fer yfir líkamlega heilsu og hvernig hún tengist andlegri heilsu. Þá fjallar hún um hvernig hvatning virkar til að hefjast handa, halda áfram og búa til vana. Í lokin sýnir hún sniðugar hreyfingar sem hægt er að gera daglega.
Markmið með námskeiðinu er m.a. að nemandi
fái fræðslu um líkamlega heilsu og mikilvægi hennar, þekki mikilvægi hreyfinga og æfinga almennt og komi auga á það sem kemur okkur af stað
skilji hvað það er að búa til nýjan vana þegar um lífsstílsbreytingu er að ræða og hvað þarf til þess að hann festist í sessi
fái fræðslu um sjálfstraust þegar kemur að hreyfingu ásamt nokkrum sniðugum æfingum sem hægt er að byrja á og gera hvar sem er
Fyrir hverja?
Alla sem eru að fást við þá áskorun að vera manneskja og vilja bæta líðan sína í lífi og starfi.