MacOS Monterey
Útgáfudagur: 27/10/22
Síðast uppfært: 20/09/24
Á þessu námskeiði er skoðuð nýjasta útgáfan af macOS stýrikerfinu: Monterey. Öll helstu atriðin eru skoðuð sem þú þarft að vita til að nýta þér stýrikerfið og koma þér af stað í macOS Monterey umhverfinu.
Markmið með námskeiðinu er m.a. að nemandi
- geti kynnt sér allt það helsta sem MacOS Monterey stýrikerfið hefur upp á að bjóða, þekki apple ID og iCloud ID og hvað viðmótið hefur upp á að bjóða
- viti hvað dokkan er, hvernig valstikan virkar, þekki hlutverk Finder og hvernig möppur birtast og hvar þær er að finna
- geti unnið með bakgrunn, þekki helstu útlitsbreytingar, geti vistað skjöl, geti sett upp forrit, geti verndað friðhelgi, kunni að virkja eldvegginn og vírusvarnir
Fyrir hverja?
Þetta námskeið er ætlað þeim sem eru byrjendur í Apple umhverfinu.