Meðvirkni, orsök og afleiðingar
Útgáfudagur: 08/12/23
Síðast uppfært: 20/09/24
Á þessu vinsæla námskeiði er meðvirknin útskýrð á máta sem þú hefur ekki séð áður. Á námskeiðinu færðu góða yfirsýn yfir birtingarmyndir og einkenni meðvirkninnar og hverjar raunverulegar orsakir hennar eru. Meðal þess sem farið er yfir er greiningarmódel Piu Mellody sem rannsakað hefur meðvirknina og gefið út nokkrar bækur um hana. Fjallað er um áföll í samskiptum í uppvextinum (e. relational trauma) og tengsl þeirra við meðvirka hegðun. Þá er einnig fjallað um leiðir sem mælt er með til þess að vinna úr einkennum meðvirkninnar.
Fyrir hverja?
Alla sem eiga í samskiptum við annað fólk.