Microsoft Copilot í Excel 2024
Útgáfudagur: 26/11/24
Síðast uppfært: 03/12/24
Um hvað er námskeiðið?
Copilot í Excel er gervigreindarverkfæri sem hjálpar notendum að vinna með gögnin sín á skilvirkari hátt. Það getur búið til formúlur, sýnt innsýn í gögn með myndritum og auðkennt áhugaverð gögn.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
geti nýtt sér gervigreindina á einfaldan og þægilegan hátt í leik og starfi, geti gert samantekt í texta og fengið innsýn í gögn
geti bætt við formúlum, gögnum frá annarri síðu, leitað að endurtekningum, fundið og merkt raðir og fengið samantekt úr gögnum
geti látið tólið leita að villumeldingum í formúlum, allt til að auðvelda notkun og mögulega flýta fyrir
Fyrir hverja?
Þetta verkfæri er gagnlegt fyrir alla sem vinna með Excel, hvort sem það eru byrjendur eða reyndir notendur. Það getur sparað tíma og minnkað villur með því að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og veita innsýn sem annars gæti verið erfitt að finna.