Microsoft Copilot í PowerPoint 2024
Útgáfudagur: 26/11/24
Síðast uppfært: 03/12/24
Copilot í PowerPoint er gervigreindarverkfæri sem hjálpar þér að búa til faglegar kynningar á fljótlegan og auðveldan hátt.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
geti nýtt sér gervigreindina til þæginda og einföldunar í kynningarvinnu, geti látið vinna glærur úr skjali og frá grunni og sett inn myndir til að vinna með
viti hvernig á að vinna samantekt úr glærum, hvernig hægt er að nýta Copilot sem kennara í því sem unnið er með, geti unnið kynningu frá hlekk og fá innsýn í prompta
Fyrir hverja?
Þetta verkfæri er gagnlegt fyrir alla sem nota PowerPoint, hvort sem það eru nemendur, kennarar, viðskiptafólk eða hver sem er sem þarf að búa til kynningar. Það sparar tíma og gerir ferlið við að búa til kynningar minna stressandi og meira skapandi.