Microsoft Copilot í Whiteboard 2024
Útgáfudagur: 03/12/24
Síðast uppfært: 04/12/24
Copilot í Whiteboard er gervigreindarverkfæri sem hjálpar þér að skapa og skipuleggja hugmyndir á skilvirkan hátt. Með Copilot getur þú fengið tillögur að nýjum hugmyndum, skipulagt hugsanir í rökrétta flokka og einfaldað flókin verkefni til að bæta samstarf. Það getur einnig hjálpað þér að finna mynstur, þemu og flokka í hugstormun.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
geti nýtt sér þá aðstoð sem Copilot býður upp á til einföldunar og þæginda við verkefna- og hugmyndavinnu í Whiteboard
fái innsýn í viðmótið og hvar copilot er að finna og geti notað whiteboard í Teams og fái hugmyndir að fjölbreyttum promptum
Fyrir hverja?
Þetta verkfæri er gagnlegt fyrir alla sem nota Whiteboard, hvort sem það eru fyrirtæki, skólar eða einstaklingar sem þurfa að vinna saman á skapandi hátt. Það sparar tíma og eykur skilvirkni með því að veita innsýn og tillögur sem annars gæti verið erfitt að finna.