Microsoft Lists 2024
Útgáfudagur: 08/02/24
Síðast uppfært: 20/09/24
Microsoft Lists er hluti af Microsoft 365 og er sniðugt tól til að halda utan um gögn og upplýsingar. Microsoft Lists býður upp á mismunandi viðmót á listum og einnig er hægt að setja á áminningar sem láta þig vita þegar breytingar eru gerðar í listanum. Á þessu námskeiði skoðum við marga möguleika sem þetta forrit býður upp á.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
öðlist góða þekkingu á viðmóti forritsins, geti búið til nýja lista og sett inn dálka
geti breytt listum, valið útlit þeirra eftir þörfum, kunni að vista þá sýn sem birtist og kunni að nýta samvinnu í listum
þekki reglur og áminningar forritsins og geti kafað aðeins dýpra ef þörf er á
Fyrir hverja?
Alla þá sem vilja kynnast því hvernig Lists getur hjálpað okkur að halda utan um upplýsingar á einfaldan og þægilegan hátt.
Alla þá sem vilja kynnast því hvernig Lists getur hjálpað okkur að halda utan um upplýsingar á einfaldan og þægilegan hátt.