Microsoft Loop 2024
Útgáfudagur: 03/04/24
Síðast uppfært: 06/02/25
Microsoft Loop er nýtt forrit frá Microsoft sem hjálpar þér að hugsa, skipuleggja og skapa, fyrir þig sjálfan eða í samvinnu með teymi. Það á að gera samvinnu auðveldari og hagkvæmari þegar hugmyndir eru skipulagðar, efni og eða verkefni eru að þróast. Loop hjálpar til við að hafa auðveldari aðgang að efni sem þú ert að vinna með og býður upp á betra samstarf.
Microsoft Loop 2024 hefur að geyma 16 myndbönd þar sem farið er yfir það helsta sem forritið hefur að geyma.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
kynnist því hvað Loop er, hvernig sýn forritsins lítur út og hvernig er hægt að vinna með forritið
þjálfist í notkun þess og skilji út á hvað það gengur, hvernig unnið er með svæði og síður
sjái hversu auðvelt er að tengja við önnur forrit til að auðvelda notkun á fjölbreyttan hátt eins og t.d. Planner, Outlook, Teams ofl.
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar þeim sem vilja kynna sér út á hvað Loop gengur, hvernig er hægt að nota það í leik og starfi. Kynntar eru inn hugmyndir að notkun forritsins en stór kostur þess er þegar unnið er með verkefni með Loop þá haldast þau sífellt lifandi.