Microsoft OneDrive
Útgáfudagur: 24/10/22
Síðast uppfært: 20/09/24
Á þessu námskeiði skoðum við það helsta sem OneDrive for Business býður upp á. Við skoðum tilgang og grunnvirkni OneDrive og muninn á OneDrive Personal og OneDrive for Business. Við lærum allt um samhæfingu og að deila skjölum, utan og innan fyrirtækisins og skoðum útgáfustýringu OneDrive.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
þekki og kunni vel á viðmótið og út á hvað OneDrive gengur, geti búið til ný skjöl og möppur, fært þau til og endurnefnt þau
læri að hlaða upp skrám í gegnum vefinn, geti unnið með skjöl í skýinu, deilt þeim og fylgst með útgáfusögunni
þekki Flow valmöguleikann, geti samhæft skjöl á harða disknum og fleiri stillingar sem gott er að þekkja og kunna
Fyrir hverja?
Alla notendur Office 365 sem þurfa að nota skýjageymslu.