Microsoft PowerPoint 2024

Útgáfudagur: 11/06/24
Síðast uppfært: 20/09/24

Á þessu námskeiði skoðum við helstu eiginleika PowerPoint og hvernig við getum búið til áhrifaríkt kynningarefni á einfaldan og skilvirkan hátt. PowerPoint er forrit sem er hluti af Office pakkanum. Þú getur notað PowerPoint meða annars til að búa til texta, setja inn myndir, búa til línurit og töflur og skrifað niður glósur.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • þekki viðmótið vel, kunni að búa til nýja kynningu, geti skoðað hönnunarhugmyndir og unnið með texta
  • þekki flokkana yfir glærur, kunni að setja inn myndir, geti fjarlægt bakgrunn á myndum og breytt bakgrunni
  • geti notað hreyfingar á milli glæra og á hlutum, geti teiknað hreyfilínu, kynnist því hvernig hreyfing er gerð í smartart og þekki helstu stillingar forritsins

     

Fyrir hverja?

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja kynna sér það helsta og mikilvægasta sem PowerPoint forritið hefur upp á að bjóða þegar búa skal til öfluga og góða kynningu.