Microsoft PowerPoint 2024, Vefviðmótið
Útgáfudagur: 01/07/24
Síðast uppfært: 08/03/25
Á námskeiðinu er farið yfir helstu aðgerðir sem notaðar eru í powerpoint vefviðmótinu og skoðaður munurinn á milli þess og forritsins.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
þekki vel viðmótið, geti gefið kynningu nafn og vistað, geti unnið með texta og kunni að vinna kynningu án nettengingar
geti deilt einni glæru, kunni að fara á milli vefviðmótsins og forritsins, kunni að nota útgáfusögu og þekki almennt muninn á vefviðmótinu og forritinu
Fyrir hverja?
Alla þá sem vilja kynna sér muninn á powerpoint vefviðmótinu og forritinu, hvaða takmarkanir eru í vefviðmótinu, hvað hægt er að gera og hvernig viðmótið er á báðum stöðum.