Microsoft SharePoint 2024, Verkefnastjórnun

Útgáfudagur: 09/04/24
Síðast uppfært: 20/09/24

Verkefnastjórnun í SharePoint, hefur að geyma 12 myndbönd og eru þau ætluð þeim sem vilja einblína frekar á verkefnastjórnun inni í vefkerfi Sharepoint. Verkefnastjórnun í SharePoint getur verið gagnleg til að skipuleggja, fylgjast með og stjórna verkefnum.


Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • geti sett upp verkefni, sett inn verk, breytt þeim og sjái hvernig verk eru með forvera
  • kynnist undirverkum, áminningum og valmöguleikum fyrir lista
  • geti notað tímalínu, breytt sín á verkefnalista, skoðað verkefni í dagatali og hvernig hægt er að nota Gantt myndrit
Fyrir hverja?
Námskeiðið er ætlað þeim sérstaklega sem vilja geta unnið með verkefnastjórnun innan liðsheildar til að halda betur utan um skipulagningu þeirra og að hafa betri yfirsýn.