Microsoft Stream 2024
Útgáfudagur: 10/10/24
Síðast uppfært: 10/10/24
Um hvað er námskeiðið?
Microsoft Stream er myndbandsforrit fyrir fyrirtæki og einstaklinga og er hluti af Microsoft 365. Með Stream getur þú tekið upp, deilt og horft á myndbönd á auðveldan hátt.
Stream býður upp á eiginleika eins og sjálfvirka textun, leitarhæfni í myndböndum og samþættingu við önnur Microsoft 365 verkfæri einsog Teams og SharePoint.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
fái góða innsýn í viðmótið, helstu stillingar og þá valmöguleika sem eru í boði í forritinu
geti séð hvernig fundir birtast í forritinu, þekki á playlista og hvernig hægt er að vinna með þá og geti notað gagnvirk samskipti
fái góð ráð til einföldunar á notkun forritsins
Fyrir hverja?
Alla þá sem vilja nýta sér myndbandagerð á auðveldan hátt og þá aukavirkni eins og til dæmis textun til að auka við gæði og fjölbreytileika myndbanda.