Microsoft To Do 2024

Útgáfudagur: 04/03/24
Síðast uppfært: 20/09/24

Námskeiðið er ný útgáfa af Microsoft To Do (2024) og er farið yfir viðmótið, hvernig stofnað er og unnið með verk og hvernig það getur talað við forrit eins og Outlook og Planner. Við lærum að gera lista, verk og undirverk og ýmsar gagnlegar stillingar skoðaðar. Við kíkjum á síma útgáfuna af Microsoft To Do, sjáum hvernig verk eru búin til í Teams og farið yfir góð ráð í lokin. 
 
Fyrir hverja?
Alla þá sem vilja kynna sér það helsta í nýjustu útgáfu af Microsoft ToDo.