Microsoft Word 2024, Vefviðmótið

Útgáfudagur: 01/07/24
Síðast uppfært: 20/09/24

Á námskeiðinu er farið yfir það hvað greinir vefviðmót Word frá forritinu sjálfu. Alls ekki allir möguleikar eru í boði í vefviðmótinu og eins hafa einhverjir verið fjarlægðir. 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • geti greint mun á útliti eða viðmóti word online og forritsins sjálfs, geti nefnt skjöl og vistað þau og sjái útlit borðans sem er frábrugðinn á milli viðmóta
  • geti nýtt sér helstu stillingar viðmótsins, kunni að teikna í skjali, geti deilt skjali og skoðað útgáfusögu skjala
  • kunni að taka deilingu skjals af, kynni sér hönnunarhugmyndir sem eru í boði þegar kemur að útliti skjala, geti notað leiðarvísinn, kunni að skipta um tungumál og hvernig hann getur skipt á milli viðmóta á einfaldan hátt

     

Fyrir hverja?

Hentar vel fyrir þá sem vilja kynna sér muninn á Word vefviðmótinu og Word forritinu. Forritið sjálft er mun ítarlegra og hefur að geyma fleiri valmöguleika og því gott að vita hvað vefviðmótið býður upp á ef unnið er mikið með það.