Ofurþjónusta

Útgáfudagur: 26/09/22
Síðast uppfært: 20/09/24

Að skapa einstaka og eftirminnilega þjónustuupplifun fyrir viðskiptavini er lykilþáttur í árangri fyrirtækja. Góð þjónusta er í dag orðin sjálfsagður hlutur og verða því fyrirtæki að ganga mun lengra til að skara framúr. Þau þurfa að bjóða ofurþjónustu. 


Fyrirtæki sem fara framúr væntingum uppskera ekki aðeins endurtekin kaup heldur laða ánægðir viðskiptavinir nýja inn, með því að segja frá upplifun sinni á netinu og í raunheimum. Lykillinn að meðmælum er að fara framúr væntingum og búa til jákvæða, einstaka og minnistæða upplifun fyrir viðskiptavini.

 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • skilji mikilvægi góðrar þjónustu og fái góða innsýn í Fiskifræðin svokölluðu
  • þekki þjónustufall og hvaða áhrif það hefur sem og þegar kvartanir berast
  • læri helstu þjónustutrixin til þess að bæta þjónustuna þegar við á

 

Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla sem veita, móta eða skapa þjónustuupplifun viðskiptavina fyrirtækja og stofnanna af öllum stærðum, og í öllum atvinnugreinum.