Öndunartækni

Útgáfudagur: 21/11/23
Síðast uppfært: 20/09/24

þegar langvarandi streita, kvíði, svefntruflanir, sjálfsofnæmissjúkdómar, kulnun og aðrir 
kvíðatengdir kvillar verða æ algengari út um allan heim er kominn tími til leita aftur í grunninn og gera grundvallarbreytingar fyrir fullt og allt
 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • finni jafnvægi líkamlega, andlega og tilfinningalega og noti samsetningu af því sem við vitum að virkar til þess að ná því besta úr hverjum andardrætti.
  • fái verkfærin og skilninginn svo hann nái tökum á eigin iðkun
  • nái að uppgötva það að iðka öndunartækni, þjálfa hana og verða meðvitaður/uð um eigin andardrátt er í grunninn mikilvægari þáttur í að hlúa að sjálfum sér en líkamsrækt eða mataræði. 
 

Fyrir hverja? 

Fyrirlesturinn er ætlaður öllum sem vilja betri skilning á mikilvægum andlegum og líkamlegum heilsufarslegum ávinningi þess anda rétt, draga úr veikindum, streitu og auka einbeitingu og frammistöðu.