Orkustjórnun

Útgáfudagur: 21/02/25
Síðast uppfært: 28/03/25

Orkustjórnun er verkferli sem notað er til þess að tryggja öryggi þegar unnið er með háskalega orku. Þegar unnið er með háskalega orku þá er yfirleitt mikil orka í kringum búnað sem er í notkun og manneskjan því lítil fyrirstaða ef eitthvað fer úrskeiðis. Mismunandi aðstæður í kringum háskalega orku geta skapast og því mikilvægt að öllum verkferlum sé fylgt eftir til að tryggja sem best öryggi.

 

Markmið með námskeiðinu er m.a. að nemandi

  • Viti hvað orkustjórnun er, þekki vel ferlið í kringum orkustjórnun og þau mismunandi hlutverk sem starfsmenn gegna í orkustjórnunarferlinu

  • Þekki mismunandi tegundir af læsingum og mismunandi tegundir af lásum

  • Viti hvað bilanagreiningar eru og hvernig þær eru framkvæmdar