Pipedrive - Vertu Séní í B2B sölupípu.

Útgáfudagur: 26/09/22
Síðast uppfært: 20/09/24

Pipedrive er einfalt en öflugt tól til að styðja við sölu til fyrirtækja. Hlutverk Pipedrive er að leiða söluteymi í gegnum söluferli og auka líkurnar á að sala lokist. Pipedrive er einnig með flottar skýrslur til að fylgjast með árangri. Nova notar Pipedrive til að styðja við sína sölu og í námskeiðinu sýna tveir starfsmenn Nova hvernig það er notað.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
  • geti sett upp Pipedrive hjá sér með öllum þeim helstu stillingum sem þurfa að vera til að nýtist sem best
  • öðlist góða innsýn í það hvernig unnið er með Pipedrive á einfaldan hátt
  • læri hvernig búnar eru til söluskýrslur í forritinu (Sales Docs) og geti kennt og þjálfað aðra í notkun til að auka enn frekar við það ferli sem snýr að loka sölu
 
Fyrir hverja: 
Pipedrive er fyrir söluteymi og sölustjóra sem vilja koma sinni sölupípu á næsta stig á einfaldan máta. Aðferðafræðin hentar sérstaklega vel fyrir söluteymi sem selja til fyrirtækja.