Samskipti og samræður

Útgáfudagur: 27/09/22
Síðast uppfært: 20/09/24

Samskipti og samræður skipta gríðarmiklu máli þegar fólk vinnur saman, svo sem í hópum, deildum og sviðum. Íslendingar eru ekki þekktir fyrir góðar umræður og þurfa þess vegna, umfram aðra að vera vakandi fyrir hvað gerir samskipti góð og samræður markvirkar.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
  • skilji hvað felst í virkri hlustun, geti verið til staðar og hvað það þýðir, viti hlutverk allra þátttakenda og skilji samræður í mismunandi aðstæðum

  • þekki hvað átt er við þegar talað er um atgervi og innrömmun, geti nýtt sér mismunandi spurningar og samtalstækni

  • skilji hvað átt er við þegar talað er um sannfæringu og endurgjöf og að hæfni fólks almennt eflist til þess að eiga góðar og innihaldsríkar samræður sem styrkir þá í leiðinni samvinnu

     

Fyrir hverja?

Samskipti og samræður er fyrir alla þá sem þurfa að taka þátt í hópvinnu og fyrir alla þá sem góð samskipti er lykillinn á góðri samvinnu og árangri. Með góðum samskiptum er hægt að koma í veg fyrir ágreining og hægt að efla líkur á árangri í verkefnavinnu.