Sigraðu streituna
Útgáfudagur: 04/10/22
Síðast uppfært: 11/10/24
Hver er muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu? Til þess að geta áttað sig á sínum eigin tilfinningum og komið í veg fyrir að maður brenni út er gott að kunna skil á þessum atriðum. Þátttakendum eru gefin verkfæri til að greina streitu og þeim kennt að nota rannsakaðar aðferðir til forvarnar og úrlausna á streitu. Greinarmunur er gerður á því hvar ábyrgð starfsmanna liggur og hvernig starfsfólk getur aukið afköst sín án þess að auka við streituna.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
þekki hugtakið streita, einkenni hennar, hvaða viðvörunarbjöllur eru farnar að klingja og birtingarmyndir hennar
kynnist orkustjórnun og leiðum til lausna
þekki mikilvægi samskiptaþáttarins ef nálgast kulnun, hvernig ber að meðhöndla hana og hvað er gott að hafa í huga þegar tekið er aftur til starfa í bataferlinu
Á námskeiðinu eru kynnt ný hugtök úr streitufræðunum og farið er í viðurkenndar aðferðir sem stuðla að streituvörnum sem auka afköst.
Fyrir hverja?
Alla þá sem sækjast eftir meiri afköstum en betra jafnvægi í senn í einkalífi og starfi.