Skýjageymsla fyrir byrjendur
Útgáfudagur: 24/10/22
Síðast uppfært: 21/09/24
Á námskeiðinu er farið er yfir hvað skýjageymsla er og helstu kosti þess að nota skýjageymslur. Skoðaðar eru fjórar vinsælustu skýjageymslurnar og hvernig við getum byrjað að nota þær.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
- þekki mismunandi skýjageymslur s.s. Gdrive, Dropbox, OneDrive og iCloud, hlutverk þeirra og viðmótið, læri að fara með gögn um skýjageymslurnar og geti deilt gögnum þaðan
- þekki helstu stillingar og notkunarmöguleika hverrar skýjageymslu fyrir sig
- geti nýtt sér þá skýjageymslu sem hentar honum best og þannig stuðlað að öruggari geymslu á gögnum
Fyrir hverja?
Þetta er námskeið hentar þeim sem eru að byrja að nýta sér skýjageymslur.