Skyndihjálp

Útgáfudagur: 09/10/22
Síðast uppfært: 21/09/24

Skyndihjálp getur skipt sköpum þegar á reynir.

Lærðu skyndihjálp til að geta aðstoðað og jafnvel bjargað einstaklingi í neyð. Oft er einhver nákominn þér sem þarf á tafarlausri hjálp að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda. Rafrænt námskeið í skyndihjálp er góður og nauðsynlegur undanfari verklegrar þjálfunar í skyndihjálp.
 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • hafi fengið fræðslu í grunnatriðum skyndihjálpar, þekki helstu forvarnir og hvað skuli gera þegar komið er að meðvitundarlausri manneskju með eðlilegan hjartslátt
  • geti veitt endurlífgun, þekki merki hjartastopps, viti hvað skuli gera ef þrengir að öndun í hálsi vegna aðskotahlutar
  • þekki einkenni slags og viðbrögð við því, viti hvað gera skuli ef til blæðingar eða áverka kemur í skyndi, þekki fyrstu viðbrögð við bruna og þegar komið er að umferðarslysi
  • þekki mikilvægi þess að veita sálræna skyndihjálp þegar á þarf að halda

    Fyrir kynningarefni í skyndihjálp, kíktu í vefverslun Rauða Krossins.

Fyrir hverja?

Alla sem þurfa að geta veitt aðstoð og neyðarhjálp í skyndi.